Gorenje blástursofn með sjálfhreinsibúnaði - 71 L

Vörunúmer: G-BOP798S37BG

  284.900 kr

Helstu eiginleikar

Homemade Plus - Tilvalinn ofn fyrir fagmannlegri árangur
Ofninn, sem er nú enn rúmbetri, hefur sporöskjulaga lögun að innanverðu og líkist því hefðbundum viðarofnum. Lögunin gerir það að verkum að loftflæðið í kring um matvælin verður sem ákjósanlegast sem skilar sér í matvælum sem eru mjúk að innan og einstaklega stökk að utanverðu. Innfelldar hliðar ofnrýmis tryggja að loftið dreifist enn betur og fyrirbyggja að köld svæði myndist í ofnrýminu. Þetta sérstaka loftflæði skapar kjörin skilyrði fyrir fagmannlega eldamennsku, ýmist á einni eða fleiri ofnplötum samtímis.

Sjálfvirk kerfi - Börnin geta líka eldað
Gorenje-ofnar eru búnir sjálfvirkum eldunarkerfum sem eru með yfir 80 uppskriftum til að velja úr, fullkomið fyrir byrjendur í eldamennsku. Leyndarmálið á bak við sjálfvirku kerfin er einföld – allar breytur eins og tími, hitastig og eldunarkerfi eru stilltar sjálfkrafa. Það eina sem notandinn þarf að gera er að velja tegund réttar, þyngd og setja í gang. Ofninn sér síðan um afganginn.

PyroClean - Einstakt sjálfhreinsikerfi
Hreinsun með PyroClean er öflugasta og skilvirkasta leiðin til að hreinsa ofninn. Ofninn hitar sig upp í allt að 500°C hita sem hreinsar ofnrýmið og fjarlægir hverja einustu fituörðu. Strjúktu einfaldlega ofnrýmið með blautum klút til þess að fjarlægja leifarnar þegar ofnrýmið hefur kólnað aftur. Gorenje býður upp á 3 stig PyroClean sem er mismunandi eftir módelum og ræður tímalengd árangri: væg hreinsun tekur 90 mínútur, miðlungs hreinsun tekur 120 mínútur og mjög öflug hreinsun 150 mínútur. Ofninn læsir sér á meðan á hreinsun stendur og helst læstur í ákveðinn tíma eftir að hreinsun lýkur, sem hjálpar til við að tryggja öruggt umhverfi fyrir fjölskylduna í eldhúsinu.
*Athugið að áður en sjálfvirka hreiniskerfið er keyrt, þá er nauðsynlegt að fjarlægja alla aukahluti t.d. grindur og útdraganlegar brautir úr ofnrýminu.

Bakað á mörgum hæðum - Margir réttir á sama tíma
Samsetning MultiFlow 360˚ og HomeMade gerir þér kleift að gera hið nánast ómögulega: elda á þremur hæðum á sama tíma. Og góðu fréttirnar eru að engin blöndun verður á milli rétta hvað varðar bragð og ilm. Dreifing lofts tryggir jafna eldun á öllum hæðum. Þar sem ofnrýmið er stærra, hefur þú einnig frábæra yfirsýn yfir allt ferlið.

Nóg pláss - Meira rými eykur frelsi við matargerð
Ný kynslóð Gorenje-ofna lumar á auknu rými í efri hlutanum. Loftið flæðir nú frjálst um rýmið á jafnvel enn meiri hraða. Með auknu rými er hægt að nota stærri ofnskúffur og elda meira magn í einu, en stærð ofnsins að utanverðu helst óbreytt. Í staðinn fyrir þrjár hæðir er nú hægt að nota fimm hæðir í ofninum í einu. 

Þurrkun - Bragðgóður matur alltaf innan seilingar
Hægt er að þurrka kjöt, ávexti, grænmeti og kryddjurtir í ofninum á skömmum tíma. Nota má allar fimm hæðirnar samtímis við þurrkun.

Jógúrt - Einfalda leiðin að hollustu
Þú vissir kannski ekki að það er líka hægt að búa til jógúrt í ofninum. Heimagerð jógúrt er gerð við 40 ˚C hita í 3 klukkustundir og notast við nokkra aukahluti frá Gorenje.

Köld hurð – Hönnuð fyrir snertingu, stöðugt og hvenær sem er
Þrefalt gler í hurð tryggir að hitinn haldist inni í ofninum. Þetta dregur úr orkunotkun og gerir umgang barna og gæludýra við ofninn öruggari.

SuperSize - XXL-bakkar hæfa öllum ofnum
Rúmbetri ofnar gerar þér kleift að elda meira magn af mat - ekki aðeins vegna þess að blásturinn er jafn á öllum hæðum, heldur líka þökk sé 46 cm breiðum ofnplötum sem komast fyrir í bæði minni og stærri ofnum frá okkur. Framsæknar lausnir tryggja stærra innanrými og fulla nýtingu á breidd ofnsins. Meira rými er til staðar á hverri ofnplötu og tryggir þessi einstaka tækni að matvælin eldist jafnt á öllum hæðum.

Kjarnhitamælir - Hárrétt steikt í hvert einasta skipti
Kjarnhitamælir hefur eftirlit með hitanum innan í kjötinu og stýrir þannig öllu steikingarferlinu, auk þess að láta vita þegar því er lokið.

SlowBake - Hæg leið til fullkomnunar
Í SlowBake er maturinn eldaður við lágt hitastig í allt að 6 klukkustundir. Langur eldunartími gerir að verkum að bæði kjöt og fiskur mýkjast upp og haldast safarík, á sama tíma og ilmur og næringarefni eru varðveitt.

Fylgiskjöl

Útprentanlegt blað

Innbyggimál

Uppsetning

 

Tæknilegar upplýsingar

Almennar upplýsingar  
Vöruflokkur Rafmagnsofn
Gerð ofns Multifunction blástursofn
Vörulína Superior Line
Orkunýtingarflokkur A+
Litur Svartur
TouchFree Inox
Hráefni innanrými SilverMatte
Hurðarhjarir GentleClose lokun
Ergonomic stjórntakkar
HomeMade Plus

 

Eiginleikar  
Elektrónísk hitastýring
Sjálfvirk kerfi
Já 
StepBake
SlowBake hægeldun
Jógúrt kerfi
Þurrkunar kerfi
Ljós í ofnrými Stakar perur í sitthvorri hlið
Ofnhurð Slétt gler í innri hurð ofns sem má fjarlægja
Hægt að elda á mörgum hæðum á sama tíma
MultiFlow 360° jöfn hitadreifing
PerfectGrill

 

Eldunarkerfi  
Undir- & yfirhiti
Yfirhiti
Undirhiti
Lítið grill
Grill
Grill & vifta
Undirhiti & heitur blástur
Heitur blástur
Undirhiti & vifta
Hraðhitun
Halda heitu
WarmPlate
Pyrolisis
AutoRoast
Þíða
ECO kerfi
Sabbath kerfi

 

Skilvirkni  
Nýtanlegt ofnrými 71 L
Hámarkshitastig í ofnrými 300°C

 

Þrif  
PyrolyseSupreme sjálfhreinsikerfi

 

Öryggi  
Barnalæsing
Köld hurð - UltraCoolDoorQuadro+
DC+ kælivifta

 

Tæknilegar upplýsingar  
Tækjamál (BxHxD) 59,5 x 59,5 x 54,6 cm
Mál umbúða (BxHxD) 63,5 x 69,1 x 68 cm
Innbyggimál (BxHxD) 56,4 x 59 x 55 cm
Nettóþyngd 42,2 kg
Brúttóþyngd 46,5 kg
Orkunotkun (blástur) 0,691 kWh
Orkunotkun (undir- & yfirhiti) 1 kWh
Heildarafl 3,400 W
Afl grills 2,700 W
Orkunotkun í biðstöðu 1 W
Spenna 220 - 240 V
Tíðni 50 / 60 Hz

 

Fylgihlutir  
Kjarnhitamælir
Fullútraganlegar brautir 2 pör
Emeleruð ofnskúffa 1
Emeleruð bökunarplata 1
Ofngrind 1