Gorenje stál bakaraofn með gufu - 73 L

Vörunúmer: G-BCS747S34X

  244.900 kr
  Vara væntanleg

Fáðu tölvupóst þegar varan er komin aftur á lager

Homemade Plus - Tilvalinn ofn fyrir fagmannlegri árangur
Ofninn, sem er nú enn rúmbetri, hefur sporöskjulaga lögun að innanverðu og líkist því hefðbundum viðarofnum. Lögunin gerir það að verkum að loftflæðið í kring um matvælin verður sem ákjósanlegast sem skilar sér í matvælum sem eru mjúk að innan og einstaklega stökk að utanverðu. Innfelldar hliðar ofnrýmis tryggja að loftið dreifist enn betur og fyrirbyggja að köld svæði myndist í ofnrýminu. Þetta sérstaka loftflæði skapar kjörin skilyrði fyrir fagmannlega eldamennsku, ýmist á einni eða fleiri ofnplötum samtímis.

SousVide – Meyr og safarík matvæli í einu ferli
SousVide er einföld en töfrandi: eldun í lofttæmdum pokum. Eldunarferlið varðveitir vítamín, steinefni og önnur næringarefni. Þar sem matvælin eru elduð í lofttæmi og við lágt hitastig, helst kjötið alltaf safaríkt og meyrt að innan á meðan grænmetið helst stökkt og þétt. 

Bakað á mörgum hæðum - Margir réttir á sama tíma
Samsetning MultiFlow 360˚ og HomeMade gerir þér kleift að gera hið nánast ómögulega: elda á þremur hæðum á sama tíma. Og góðu fréttirnar eru að engin blöndun verður á milli rétta hvað varðar bragð og ilm. Dreifing lofts tryggir jafna eldun á öllum hæðum. Þar sem ofnrýmið er stærra, hefur þú einnig frábæra yfirsýn yfir allt ferlið.

Nóg pláss - Meira rými eykur frelsi við matargerð
Ný kynslóð Gorenje-ofna lumar á auknu rými í efri hlutanum. Loftið flæðir nú frjálst um rýmið á jafnvel enn meiri hraða. Með auknu rými er hægt að nota stærri ofnskúffur og elda meira magn í einu, en stærð ofnsins að utanverðu helst óbreytt. Í staðinn fyrir þrjár hæðir er nú hægt að nota fimm hæðir í ofninum í einu. 

PureSteam – Ekki vatn, bara gufa
Gorenje blástursofnar með gufu gera þér kleift að elda án óæskilegra vatnsdropa, sem geta gert matvælin blaut. Cyclone tækni framleiðir algerlega þurra gufu sem dreift er jafnt um ofnrýmið og matvælin. Elementið í botni ofnsins tryggir að jafnvel hinir smæstu dropar sem geta myndast, þegar þurr gufa kemst í snertingu við köld matvæli, gufi upp og kemur þannig í veg fyrir allan vökva. Í lok eldunar er ofninn algerlega þurr og ekki þörf á að þurrka úr honum. Gufan er auk þess fullkomin til þess að þíða matvæli, þar sem heit gufan umlykur matinn á jafnan hátt.

MultiSteam 360° - Heildræn nálgun á gufu
MultiSteam 360° dreifir gufu inn í ofnrýmið í gegnum mörg tilheyrandi op, sérstök vifta dreifir henni jafnt um rýmið sem tryggir að matvælin verða alveg umvafin. Þetta tryggir fullkominn árangur við matreiðslu og skilar sér í mjúkum og meyrum matvælum. Tæknin styðst við nýja þrívíddarhönnun bakveggs með snjöllu gatamynstri og hentar hvaða matreiðsluferli sem er. Rúmtak vatnstanks nægir fyrir allt eldunarferlið og því óþarfi að opna ofninn á meðan á því stendur til að fylla á tankinn. Þessi nýja lausn skilar skilvirkasta flæði gufu í gegnum ofnrýmið.

Afkölkun – Kalkútfellingar eru ekkert vandamál
Blástursofninn sér sjálfur um afkölkunarferlið, þegar því hefur verið komið af stað. Ofninn minnir notandann á að keyra afkölkunarferlið, þegar þörf er á því. Eftir að sérstakri afkölkunarlausn hefur verið bætt við tekur það ofninn aðeins 1 klukkustund að ljúka ferlinu.

Heilbrigð upphitun - Jafnt upphitað eða þítt
Hægt er að nota blástursofn með gufu til þess að hita upp eða þíða rétti. Við upphitun er maturinn ekki eldaður til viðbótar, þannig að hann ofþornar aldrei. Matvælin þíðast jafnt og varlega sem tryggir það að uppbygging þeirra breytist ekki. Þar af leiðandi er þíðing og upphitun í blástursofni með gufu einfaldlega heilbrigðari

Köld hurð – Hönnuð fyrir snertingu, stöðugt og hvenær sem er
Þrefalt gler í hurð tryggir að hitinn haldist inni í ofninum. Þetta dregur úr orkunotkun og gerir umgang barna og gæludýra við ofninn öruggari.

SuperSize - XXL-bakkar hæfa öllum ofnum
Rúmbetri ofnar gerar þér kleift að elda meira magn af mat - ekki aðeins vegna þess að blásturinn er jafn á öllum hæðum, heldur líka þökk sé 46 cm breiðum ofnplötum sem komast fyrir í bæði minni og stærri ofnum frá okkur. Framsæknar lausnir tryggja stærra innanrými og fulla nýtingu á breidd ofnsins. Meira rými er til staðar á hverri ofnplötu og tryggir þessi einstaka tækni að matvælin eldist jafnt á öllum hæðum

Fylgiskjöl

Útprentanlegt blað

Innbyggimál

Uppsetning

Notendaleiðbeiningar

 

Tæknilegar upplýsingar

Almennar upplýsingar  
Vöruflokkur Rafmagnsofn
Gerð ofns Blástursofn með gufu
Vörulína Superior Line
Orkunýtingarflokkur A+
Litur Ryðfrítt stál & Svartur
Hráefni innanrými SilverMatte
Hurðarhjarir GentleClose lokun
Ergonomic stjórntakkar
HomeMade Plus

 

Eiginleikar  
Elektrónísk hitastýring
Ljós í ofnrými Stök pera í hlið
Ofnhurð Slétt gler í innri hurð ofns sem má fjarlægja
Hægt að elda á mörgum hæðum á sama tíma
MultiFlow 360° jöfn hitadreifing
PureSteam
MultiSteam 360°
Afkölkun
Sous vide

 

Eldunarkerfi  
Undir- & yfirhiti
Grill
Grill & vifta
Undirhiti & heitur blástur
Heitur blástur
Heitur blástur & gufa
Hraðhitun
Létthreinsun
Þíða
ECO kerfi
Gufa / Sous Vide

 

Skilvirkni  
Nýtanlegt ofnrými 73 L
Hámarkshitastig í ofnrými 230°C
Stærð vatnstanks 1,3 L

 

Þrif  
AquaClean létthreinsun

 

Öryggi  
Barnalæsing
Köld hurð - UltraCoolDoorQuadro+
DC+ kælivifta

 

Tæknilegar upplýsingar  
Tækjamál (BxHxD) 59,5 x 59,5 x 54,6 cm
Mál umbúða (BxHxD) 63,5 x 69,1 x 68 cm
Innbyggimál (BxHxD) 56 x 59 x 55 cm
Nettóþyngd 42,3 kg
Brúttóþyngd 46,6 kg
Orkunotkun (blástur) 0,701 kWh
Orkunotkun (undir- & yfirhiti) 0,96 kWh
Heildarafl 3,400 W
Afl grills 2,700 W
Orkunotkun í biðstöðu 1 W
Spenna 220 - 240 V
Tíðni 50 Hz

 

Fylgihlutir  
Fullútraganlegar brautir 1 par
Emeleruð ofnskúffa 1
Emeleruð bökunarplata 1
Ofngrind 1
Gataður gufubakki 1

 

Tengdar vörur