Jura kaffivél E8 Piano Black

Vörunúmer: 15355

  219.990 kr
  Vara væntanleg

Fáðu tölvupóst þegar varan er komin aftur á lager

ullkomin samsetning ánægju, fjölbreytni og munaðar

Nýtt og endurbætt módel úr einni vinsælustu kaffivélalínu Jura. Professional Aroma kvörnin tryggir fullkomna mölun kaffibauna, uppáhellingarferlið laðar fram öll blæbrigði þeirra og vinsælir kaffidrykkir eru betri en nokkru sinni fyrr þökk sé loftkenndri, laufléttri mjólkurfroðu.

E8 kaffivélin býður upp á 17 mismunandi kaffidrykki – allt frá arómatískum espresso til tískudrykksins cortado. Nýtt vökvakerfi vélarinnar gerir þér kleift að hella upp á langa, milda kaffidrykki eins og caffé Barista og lungo Barista samkvæmt gæðastöðlum kaffibarþjóna. Fyrir þá sem vilja kaffidrykkinn sinn enn sterkari er einnig mögulegt að hella upp á cappuccino, flat white eða latte macchiato með því að bæta við auka espresso skoti. Kaffivélin er með sjálfvirkri hreinsun mjólkurkerfis sem er sett af stað með einni snertingu. Auk þess tryggja 2.8"  litaskjár ásamt stýrikerfi með gervigreind einfalda og þægilega notkun vélarinnar.

Fyrsta flokks kaffigæði með Professional Aroma kvörn

Auðkennandi eiginleikar Professional Aroma kvarnar eru annars vegar 12.2%* meiri ilmur og hins vegar samfelld gæði mölunar yfir allan þjónustutíma kaffivélarinnar. Púlsuppáhelling (P.E.P.®) sér til þess að stuttir kaffidrykkir séu bæði öflugir og bragðgóðir, á meðan forhitun vatns tryggir fullkomið hitastig kaffidrykkja strax frá fyrsta bolla.

*Professional Aroma kvörn miðað við hefðbundnar kvarnir

 

 

Einstaklega þægileg í notkun

2.8"  litaskjár, sex takkar og algerlega nýtt stýrikerfi með gervigreind tryggja einfalda og þægilega notkun kaffivélarinnar. Algóritmi ber kennsl á einstaklingsbundnar þarfir, aðlagar upphafsskjá eftir þeim og birtir þar tvo til fjóra af uppáhaldsdrykkjum notandans. Þú getur raðað kaffidrykkjum á skjánum, birt eða falið nöfn þeirra hvenær sem er og aðlagað kaffidrykkina eftir þínum smekk, til dæmis hellt upp á tvöfaldann cappuccino með extra skoti. Allar viðeigandi upplýsingar varðandi kaffivélina og viðhald hennar birtast með skírum hætti á skjánum. 

 

 

Hreinsun á mjólkurkerfi með einni snertingu

Sjálfvirk hreinsun mjólkurkerfis er sett af stað með einni snertingu og tekur skamman tíma. Ergónómísk hönnun affallsbakkans kemur í veg fyrir að vatnið slettist þegar hreinsun á sér stað, bakkann er auðvelt að fjarlægja með annarri hönd og hann uppfyllir hæstu gæðastaðla.

 

 

Glæsileg og samstæð hönnun 

Hönnun Jura kaffivéla er svipmikil en um leið hrein og snyrtileg. Hágæða efnisval og nákvæmt handbragð einkenna nútímalegu E8 kaffivélina og undirstrika gæði hennar. Smáatriði líkt og rifflaður vatnstankur eða krómuð plata sem kaffibollinn stendur á samræmast hreinni, samstæðri hönnun kaffivélarinnar fullkomlega. Útlitshönnunin ber merki um allt í senn gæði, virkni og endingu.

Notkunarleiðbeiningar

 

1 espresso
1 Espresso doppio
2 espresso
1 kaffi
2 kaffi
1 cappuccino
1 cappuccino - Extra skot
1 Flat white
1 Flat White - Extra skot
1 Cortado
1 espresso macchiato
1 latte macchiato
1 latte macchiato - Extra skot
1 Caffè Barista
1 Lungo Barista
1 skammtur mjólkurfroða
Heitt vatn
Fjöldi drykkja17
Hægt að nota malað kaffi

Tækni

OneTouch kaffidrykkir með mjólk
Púlsuppáhelling P.E.P.®
Hægt að tengja við snjallsímaforritið J.O.E.
Já, Smart Connect sendi þarf að kaupa aukalega
Ilmaukandi for-uppáhelling
Já, Intelligent Pre-Brew Aroma System (I.P.B.A.S.©)
3D uppáhellingartækni
Gerð kvarnarProfessional Aroma kvörn úr ryðfríu stáli
Fjöldi kvarna1
Uppáhellari - Pressa5 - 16 g
Thermoblock hitakerfi1
Vatnskerfi1
Dæla15 bar
Snjallvatnsfilter
Já, CLARIS Smart
Lætur vita þegar þarf að tæma affallsbakka

Þægindi notanda

Vatnstankur1,9 L
Fjöldi baunatanka1
Rúmtak baunatanks280 g
Lok á kaffibaunatanki sem verndar ilm og bragð
Kaffikorgur (hám. fjöldi bolla í tank)16

Net & snjallsímatengingar

WiFi Connect
WiFi Connect tengibúnaður fylgir meðNei
Smart Connect
Smart Connect tengibúnaður fylgir meðNei

Breytanlegar stillingar notanda

Stillanlegt magn af vatni í kaffi
Hægt að breyta vatnsmagni í bolla við hverja uppáhellingu
Styrkleiki á kaffi10 stig
Hægt að breyta styrkleika á kaffi við hverja uppáhellingu
Hitastig á kaffi3 stig
Stillanlegt magn af mjólk
Stillanlegt magn af mjólkurfroðu
Stillanlegt magn af heitu vatni
Hitastig á heitu vatni3 stig
Hægt að stilla grófleika mölunar

Hentugt viðhald

Gerð vatnsfiltersCLARIS Smart
Sjálfvirk skolun kaffistúta
Innbyggt skol-, hreinsi- og afkölkunarkerfi
Sjálfvirk skolun mjólkurstúta
Innbyggt mjólkurhreinsikerfi
Staða viðhalds og umhirðu sjáanleg á skjá
Stillanleg vatnsharka
Hægt að fjarlægja mjólkurleiðslur
Tüv skírteini fyrir hreinlæti

Sjálfbærni og umhverfið

Orkusparnaðarkerfi
„Slökkvir á sér eftir“ stillanlegtJá, 15 mín - 9 klst
Straumrofi

Kaffistútar

Hæðarstillanlegur kaffistútur65 - 111 mm
Hæðarstillanlegur cappuccinostútur107 - 153 mm
Stútur fyrir heitt vatn
Hæðarstillanlegur stútur fyrir heitt vatn65 - 111 mm

Tæknilegar upplýsingar

Hæð35,1 cm
Breidd28 cm
Dýpt44,6 cm
Heildarafl1.450 W
Spenna220 - 240 V
Rafstraumur - Amper10 A
Tíðni50 Hz
Þyngd9,6 kg
Lengd rafmagnssnúru1,1 m
Rafmagnsnotkun þegar slökkt er á kaffivél0 W
MjólkurslöngutengiHP3

Fylgihlutir

Tankur fyrir mjólkurhreinsikerfi
Kaffiskeið fyrir malað kaffi
Vatnsfilter
Hreinsitöflur
Hreinsiefni fyrir mjólkurleiðslur

Tengdar vörur