Miele strauvél með gufu

Vörunúmer: B995D

Senda fyrirspurn

Fáðu tölvupóst þegar varan er komin aftur á lager

Senda fyrirspurn

Miele tæki eru með 5 ára ábyrgð – enginn auka kostnaður

Strauvél með gufu fyrir fullkomna straujun og hámarks þægindi, jafnvel á þurrum þvotti. Strauvélin er með breytilegum snúningshraða á rúllu og hápressu á textíl. Rúllan er breið sem gerir straujun á stórum þvotti einstaklega þægilega auk þess sem engin stuðningsfesting er á öðrum rúlluendanum sem gerir straujun á erfiðum fatnaði einfalda.

 

Setið við straujun 

Straujaðu á afslappaðan hátt

Mögulegt er að sitja við strauvélina og strauja á áreynslulausan máta. Hreyfingum rúllunnar er stjórnað með fótstigi sem er einfalt í notkun; toppur með hitaplötu þrýstist niður á þvottinn sem liggur á rúllunni og háþrýstingur myndast. Sitjandi staða minnkar álag á bak auk þess sem báðar hendur haldast frjálsar.

 

 

Stillanlegt hitastig fyrir fjölbreytt textílefni 

Þrjú hitaelement fyrir jafna hitadreifingu

Mögulegt er að stilla hitastig strauvélarinnar eftir textílefnum, sem fer vel með efnisþræðina við straujun. Þökk sé þremur hitaelementum, dreifist hitinn jafnt yfir allt yfirborð rúllunnar. Þetta tryggir hámarks árangur við straujun.

 

 

Hápressa á textíl 

Öflug samverkan milli rúllu og topps með hitaplötu 

Við straujun er toppinum með hitaplötunni pressað niður á rúlluna með þrýstingi upp á 0,35 N/cm². Til að mynda sambærilegan þrýsting við straujun með straubolta, yrðir þú að pressa straujárninu stöðugt niður á strauborðið með þyngd upp á um það bil 7 kg. Með hápressu strauvélar næst þar af leiðandi hámarks árangur straujunar, með sem minnstri áreynslu.

 

 

Gufukerfi

Meiri raki fyrir þurran þvott

Mögulegt er að strauja með gufu í strauvélinni. Tveggja tanka gufutækni tryggir bæði hraða gufumyndun og jafna dreifingu gufu yfir allan strauflötinn. Vatnstankurinn tekur 0,84 lítra af kranavatni og hægt er að strauja með gufu í allt að 40 mínútur miðað við eina áfyllingu tanks. LED gaumljós gefur notanda tímanlega merki um að áfyllingar vatns sé þörf. 

 

 

Frjáls rúlluendi án stuðningsfestingar

Þægindi við notkun

Frjáls rúlluendi einfaldar straujun á vandasamari flíkum eins og pilsum eða skyrtum.

 

 

Geymslustaða strauvélar tryggir góða nýtingu á rými

Hægt að fella strauvél saman til geymslu

Eftir notkun er mögulegt að fella strauvélina saman á þægilegan hátt. Geymslustaðan tekur lítið pláss, eða einungis 0,2 m² geymslurými. Auðvelt er að færa strauvélina til, þar sem hún stendur á fjórum stöðugum gúmmíhjólum.

 

 

Geymsluslá fyrir straujaðan þvott 

Handhæg slá fyrir þvott sem sveiflast út 

Mögulegt er að geyma nýstraujaðan þvott á handhægri slá til að forðast krumpur. Sláin sveiflast út frá strauvélinni, en þar getur þvotturinn kólnað eða jafnvel þornað algerlega ef þörf er á.

 

 

83 cm breið rúlla

Mjög stórt strausvæði fyrir mikil afköst við straujun 

Strausvæði strauvélarinnar er fimm sinnum stærra en strausvæði venjulegs straubolta. 83 cm breið rúlla tryggir mjög auðvelda straujun á stærri flíkum, og til dæmis er hægt að strauja heilt koddaver í aðeins einu skrefi.

 

 

Geymslurými undir fæðara

Nægt rými fyrir nýstraujaðan þvott

Eftir straujun, fellur þvotturinn í lausum fellingum niður á stórt geymslurými undir fæðara– án allra krumpa.

 

 

Sjálfvirk vörn gegn því að klemma fingur

Stoppar fyrir hámarks öryggi 

Öryggisrofi strauvélarinnar bregst strax við ef fingur komast undir öryggisslá og slekkur á mótor vélarinnar. Rúllan hættir að hreyfast og toppurinn með hitaplötunni rýs upp. Þetta tryggir það að fingur klemmast ekki við straujun.

 

 

Góður stöðugleiki tækis 

Sterkbyggð strauvél á stöðugum fæti

Sterkbyggð hönnun og stöðugur fótur tryggir mjög góðan stöðugleika strauvélar.

 

 

Öryggisopnun 

Mögulegt að losa toppinn frá rúllunni ef rafmagn fer af 

Ef rafmagn fer af á meðan straujað er í strauvélinni, losnar toppurinn með hitaplötunni ekki sjálfkrafa frá rúllunni þegar fóturinn er fjarlægður af fótstigi. Til þess að geta fjarlægt þvottinn strax, er mögulegt að losa handvirkt um þrýstinginn milli rúllu og hitaplötu með öryggisopnun. Þvotturinn er síðan togaður út úr strauvélinni í sömu átt og rúllan hreyfist. Þetta tryggir það að textílefni sem verið er að strauja við rafmagnsbilun skemmast ekki. 

Leiðbeiningar

Hönnun og útlit

LiturHvítur

Fullkomin árangur straujunar

Stillanlegt hitastig fyrir fjölbreytt textílefni
Hápressa á textíl0,35 N/cm2
Borð við fæðara til að auðvelt sé að fæða þvott í rúllu
Geymslurými undir fæðara
Geymsluslá fyrir straujaðan þvott
Gufukerfi
Tveggjatanka gufutækni

Þægindi notanda

Vatnstankur0,84 L
Breidd rúllu83 cm
Breytanlegur snúningshraði á rúllu
Rúlla dregur í sig raka
Hægt að sitja og strauja við tækið
Engin stuðningsfesting á öðrum rúlluendanum
Hægt að fella saman tækið fyrir geymslu
Auðveld í flutningi þökk sé 4 hjólum

Öryggi

Sjálfvirk vörn gegn því að klemma fingur
Öryggisopnun
Góður stöðugleiki tækis

Tæknilegar upplýsingar

Hæð95,9 cm
Breidd98,5 cm
Dýpt38,0 cm
Hæð í geymslustöðu105,5 cm
Breidd í geymslustöðu50,0 cm
Dýpt í geymslustöðu38,0 cm
Heildarafl3.200 - 3.800 W
Spenna220 - 240 V
Rafstraumur - Amper16 A
Tíðni50-60 Hz
Þyngd39 kg
Lengd rafmagnssnúru1,8 m

Fylgihlutir

Yfirbreiða úr 100% bómull
Límskífa með merkjum í kringum snúningsrofa hitastigs
Trekt fyrir vatnstank